Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fjögur drukknuðu á Ermarsundi

28.10.2020 - 01:52
A French rescue helicopter lands close to a rescue vessel in Dunkirk, northern France, Tuesday, Oct. 27, 2020 during a  search operation after four migrants, including a 5-year-old and 8-year-old child died Tuesday when their boat capsized while they and other migrants tried to cross the English Channel to Britain, French authorities said. Fifteen migrants have been saved so far and rescue and search operations are still under way, according to the regional administration for the Nord region. (AP Photo)
Frönsk björgunarþyrla kemur inn til lendingar nærri frönsku björgunarskipi við höfnina í Dunkirk, eftir leitarleiðangur undan strönd Norður-Frakklands í kjölfar þess að bátur fullur af flótta- og förufólki sökk. Mynd: AP
Fjögur drukknuðu þegar bátur með flótta- og förufólki innanborðs sökk undan strönd Norður-Frakklands í dag. Hin látnu voru karl og kona og tvö börn, fimm og átta ára gömul, öll frá Íran að því er talið er.

Sjónarvottar á aðvífandi seglbát kölluðu eftir aðstoð þegar þeir sáu að bátur flóttafólksins var í vanda, um tvo kílómetra frá  frönsku borginni Dunkirk. Báturinn sökk skömmu síðar og hófst þá umfangsmikil leitar- og björgunaraðgerð og var fimmtán bjargað um borð í báta frönsku strandgæslunnar. Þau voru öll flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.