Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Engar hópuppsagnir - gæti breyst á næstu dögum

28.10.2020 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Vinnumálastofnun hafa ekki borist neinar tilkynningar um hópuppsagnir í tengslum við þessi mánaðamót. Þetta segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri stofnunarinnar. Hún segir að það segi lítið um stöðuna og segir líklegt að einhverjar slíkar tilkynningar berist stofnuninni næstu daga.Undanfarna þrjá mánuði hafa um og yfir 300 manns misst vinnuna í hópuppsögnum.

Í síðasta mánuði var Vinnumálastofnun tilkynnt um níu hópuppsagnir. Átta þeirra voru í ferðaþjónustu og ein í mannvirkjagerð. Samtals misstu 324 vinnuna í þessum uppsögnum. 

Í ágúst misstu 284 vinnu sína í fjórum hópuppsögnum ogí  júlí var alls 381 starfsmanni sagt upp í hópuppsögnum hjá fjórum fyrirtækjum.

„Það er í rauninni ekkert skrýtið við að við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um hópuppsagnir enn, þær gætu verið að koma  alveg fram að helgi. Það er okkar reynsla,“ segir Unnur.