Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

61 á sjúkrahúsi með COVID - tveir á gjörgæslu

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
61 liggur á Landspítala með COVID-19 og tveir eru á gjörgæslu. Annar er í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn spítalans. 57 starfsmenn eru í einangrun með kórónuveiruna og 269 í sóttkví. Alls hafa 117 greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu tengdri Landakoti.

Spítalinn hefur sundurliðað þessa tölu nánar.

Á Landakoti hafa 40 sjúklingar greinst með veiruna og 38 starfsmenn. Sex starfsmenn Reykjalundar eru í einangrun og fimm sjúklingar, tíu starfsmenn Sólvalla og sextán sjúklingar. 

Fram kemur á vef spítalans að þegar þörf krefur vinni fólk í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta séu lykilstarfsmenn sem spítalinn geti ekki verið án. Þeir eru í sóttkví frá samfélaginu og eru skimaðir reglulega. 

Þá er þörf á fleira heilbrigðisstarfsfólki til aðstoðar á Landakoti og þá helst hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þar hefur fagleg þjónusta verið styrkt sérstaklega.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV