Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Miklir gróðureldar geisa nú í Kaliforníu

27.10.2020 - 01:14
epa08776321 Firefighters work at controlling the Silverado Fire burning near Irvine in Orange County, South of Los Angeles, California, USA, 26 October 2020. Some 60,000 people were evacuated due to the Silverado Fire.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Um sextíu þúsund þurftu að flýja heimili sín nærri Los Angeles í Kaliforníu í dag vegna mikilla gróðurelda sem breiðast hratt út.

Eldarnir þekja nú um þrjú þúsund hektara svæði og hafa orðið þess að loka hefur þurft mikilvægum samgönguleiðum. Tveir slökkviliðsmenn hafa slasast illa í baráttunni við eldhafið.

Silverado-eldarnir eins og þeir eru nefndir kviknuðu snemma morguns og breiddust strax hratt út enda hefur verið mjög þurrviðrasamt á svæðinu. Jafnframt hefur verið mjög hvasst sem espar upp eldinn og hefur orðið til þess að ekki er hægt að fljúga með slökkviefni yfir svæðið.