Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Macron mótmælt í Bangladess

27.10.2020 - 09:12
Erlent · Asía · Bangladess · Frakkland · Evrópa
Supporters of Islami Andolan Bangladesh, an Islamist political party, carry a defaced poster of French President Emmanuel Macron as they protest against the publishing of caricatures of the Prophet Muhammad they deem blasphemous, in Dhaka, Bangladesh, Tuesday, Oct. 27, 2020. Muslims in the Middle East and beyond on Monday called for boycotts of French products and for protests over the caricatures, but Macron has vowed his country will not back down from its secular ideals and defense of free speech. (AP Photo/Mahmud Hossain Opu)
Mótmælendur í Dhaka í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Tugir þúsunda manna fóru um götur Dhaka, höfuðborgar Bangladess, í morgun og hvöttu til að landsmenn sniðgengju franskar vörur. Mótmælendur ætluðu að komast að sendiráði Frakka í Dhaka, en fengu ekki að fara alla leið.

Lögregla telur að ríflega 40.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Þau beindust ekki síst gegn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vegna ummæla hans eftir að franskur kennari var myrtur fyrir að hafa sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Múhameð. Forsetinn hét þá aðgerðum gegn íslömskum öfgamönnum og samtökum þeirra í Frakklandi. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV