Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Enn mælast smáskjálftar á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Jarðskjálfti 2,3 að stærð varð skömmu eftir miðnætti rúma fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaga eftir skjálfta af stærð 5,6 í Núpshlíðarháls fyrir viku, en ennþá mælast smáskjálftar á svæðinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að erfitt sé að meta hvort hrinunni sé að ljúka eða hvort dregið hafi tímabundið úr virkni.  

Þar er einnig varað við grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga á meðan hrinan stendur. Ferðafólk er beðið er að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV