Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Rigning eða slydda í veðurkortunum

25.10.2020 - 07:25
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnhildur Thorlacius - RÚV
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norð-austlægri átt um landið í dag og átta til tíu vindstigum, hvassast verður á Vestfjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.

Búist er við svolítilli rigningu eða slyddu norðanlands og austan en bjart verður sunnan heiða. Það lægir smám saman á morgun, þá verður vindhraðinn þrír til tíu metrar á sekúndu.

Áfram verður rigning eða dálítil slydda. Hiti verður frá um frostmarki til 9 stiga, hlýjast syðst á landinu. Seinni partinn hvessir úr austri við Suðurströndina þegar næsta lægð nálgast landið en þá er búist við vindstyrk frá tíu til fimmtán metrum á sekúndu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV