Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mótmæli hefjast að nýju í Taílandi í dag

25.10.2020 - 05:22
Erlent · Asía · mótmæli · Stjórnmál · Taíland
epa08770043 Pro-democracy protesters block a road during an anti-government protest outside the Bangkok Remand Prison in Bangkok, Thailand, 24 October 2020. Protesters are demanding the Thai Prime Minister's resignation, a rewrite of the new constitution, and a reform to the monarchy.  EPA-EFE/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leiðtogar lýðræðishreyfingarinnar í Taílandi heita því að hefja mótmæli gegn Prayt Chan-O-Cha forsætisráðherra að nýju í dag.

Forsætisráðherrann virti að vettugi kröfu þeirra frá því á miðvikudag um afsögn en honum voru gefnir þrír dagar til að stíga til hliðar.

Mótmælendur í landinu álíta endurkjör forsætisráðherrans á síðasta ári hafa náðst með ólögmætum hætti.

Auk kröfunnar um afsögn ráðherrans fara mótmælendur fram á að lög sem banna gagnrýni á konungsfjölskylduna verði afnumin. Maha Vajiralongkorn konungur hefur hingað til ekkert tjáð sig um mótmælin eða ástæður þeirra.