Leiðtogar lýðræðishreyfingarinnar í Taílandi heita því að hefja mótmæli gegn Prayt Chan-O-Cha forsætisráðherra að nýju í dag.
Forsætisráðherrann virti að vettugi kröfu þeirra frá því á miðvikudag um afsögn en honum voru gefnir þrír dagar til að stíga til hliðar.
Mótmælendur í landinu álíta endurkjör forsætisráðherrans á síðasta ári hafa náðst með ólögmætum hætti.
Auk kröfunnar um afsögn ráðherrans fara mótmælendur fram á að lög sem banna gagnrýni á konungsfjölskylduna verði afnumin. Maha Vajiralongkorn konungur hefur hingað til ekkert tjáð sig um mótmælin eða ástæður þeirra.