Grænt ljós gefið á íþróttaæfingar ungmenna

Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir - RÚV

Grænt ljós gefið á íþróttaæfingar ungmenna

25.10.2020 - 13:17
Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu sem fædd eru árið 2004 og fyrr mega hefja íþróttaæfingar að nýju frá og með morgundeginum, mánudaginn 26. október. Tilslökun þess efnis frá sóttvarnarreglugerð var samþykkt um helgina.

„Það er fagnaðarefni að unnt sé að hefja æfingar hjá iðkendum fæddum 2004 og fyrr í íþróttamannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu, þó með takmörkunum sé," segir meðal annars í tilkynningu frá ÍSÍ, Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. Stefnt er að því að íþróttastarf barna og ungmenna fæddum 2005 og síðar geti hafist 3. nóvember n.k.  á höfuðborgarsvæðinu. 

Áfram gilda þau skilyrði sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Að íþróttastarfsemi sé óheimil ef: -hún krefst snertingar, -ef hætta er á snertingu milli fólks við iðkun, - ef starfsemin krefst mikillar nálægðar, -þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér.

Fyrr í vikunni var gefin heimild fyrir æfingum meistaraflokka, afrekshópa og afreksfólks í einstaklingsgreinum til að hefja æfingar á ný. Stefnt er að því að hefja keppni að nýju á Íslandsmótunum í fótbolta á næstu dögum. Keppni í úrvalsdeildum karla og kvenna hefst 8. nóvember og neðri deildum sömu helgi.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Gefa grænt ljós á æfingar meistaraflokka

Fótbolti

Leikjaplan úrvalsdeildanna í nóvember klárt

Fótbolti

Meistaraflokkar í fótbolta geta æft