Fyrsta tap Everton - Gylfi fyrirliði

epa08772746 Che Adams (2R) of Southampton stretches to reach the ball but fails to connect with it during the English Premier League match between Southampton and Everton in Southampton, Britain, 25 October 2020.  EPA-EFE/Frank Augstein / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Fyrsta tap Everton - Gylfi fyrirliði

25.10.2020 - 16:07
Everton mistókst að ná forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu, 2-0 fyrir Southampton. Gylfi Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton en var skipt af velli á 58. mínútu.

Gylfi komst nálægt því að skora á 19. mínútu en skot hans af 20 metra færi hafnaði í þverslánni. James Ward-Prowse kom Southampton yfir á 27. mínútu og Ché Adams jók forystuna í 2-0 átta mínútum síðar. Skot hans fór af Gylfa og í markið. Everton missti varnarmanninn Lucas Digne af velli með beint rautt spjald á 72. mínútu.

Everton var fyrir leikinn eina liðið í deildinni sem hafði ekki tapað leik. Everton er á toppi deildarinnar með 13 stig, eins og Liverpool sem er í 2. sæti.

Leikir dagsins

Southampton - Everton 2-0
16:30 Wolves - Newcastle
19:15 Arsenal - Leicester

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Liverpool upp í annað sætið með sigri á Sheff. Utd