Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.

Upptök hans eru um sjö kílómetra austan af Keili. 

Þá hafa 13 skjálftar á bilinu 1-2 mælst á svæðinu frá miðnætti, samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands.