Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Útgöngubanni mótmælt í Napolí

24.10.2020 - 05:19
epa08769115 Hundreds of people gather to protest against the curfew and the prospect of lockdown in Naples, Italy, 23 October 2020. The governor of Campania ordered from 23 October, a curfew from 11 p.m. till morning due to spike in coronavirus infections in the region.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Hundruð söfnuðust saman í Napolí í gærkvöldi til að mótmæla útgöngubanni sem stjórnvöld í Kampaníu-héraði á Ítalíu hafa fyrirskipað.

Stórir hópar, að mestu ungt fólk, fóru um götur borgarinnar, vörpuðu skeytum að lögreglu og kveiktu elda. Margir báru mótmælaskilti þar sem útgöngubanninu var mótmælt.

Tilfellum kórónuveirusmita hefur fjölgað mjög undanfarna daga á Ítalíu, þau voru ríflega 20 þúsund undanfarinn sólarhring og þar af 2.300 í Kampaníu-héraði.

Vincenzo de Luca héraðsstjóri segir mikilvægt að bregðast við útbreiðslu faraldursins með aukinni innilokun. „Harmleikur vofir yfir,” segir hann og bætir við að fyrirskipa þurfi allsherjar útgöngubann um land allt.

Giuseppe Conti forsætisráðherra hefur haldið að sér höndum í yfirstandandi bylgju faraldursins en fyrr á árinu var almennt útgöngubann í gildi á Ítalíu um tveggja mánaða skeið.

Það leiddi af sér versta efnahagssamdrátt í landinu frá stríðslokum. Nú hafa næstum 500 þúsund Ítalir greinst með COVID-19 og 37 þúsund látist af völdum sjúkdómsins, samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneytis Ítalíu.