Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sóttkvíartími styttur í Færeyjum

Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að stytta þann tíma sem fólk þarf að vera í sóttkví úr fjórtán dögum í tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sóttvarnareftirlit eyjanna sendi frá sér í gær.

Reglurnar eiga við hvort sem viðkomandi er smitaður eða hefur átt í samskiptum við smitað fólk. Heilbrigðisráðuneyti Færeyja tilkynnti að nýju reglurnar tækju til þeirra sem þegar eru í sóttkví.

Ætlast er til að smitað fólk sem er í sóttkví hafi verið einkennalaust í þrjá daga áður en sóttkví er aflétt. Þá gildir einu hve lengi fólk hefur verið í sóttkví

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV