Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kvöldfréttir: Háseti um borð á Júlíusi segir sögu sína

24.10.2020 - 18:57
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum.

Sérfræðingur í vinnurétti segir mál skipverjanna einstakt í íslenskri sögu og að ábyrgðin liggi hjá skipstjóra. Hægt sé að velta fyrir sér hvort grundvallarmannréttindi hafi verið brotin. 

Samtals hafa nítján sjúklingar greinst með COVID-19 á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti. Tveir til viðbótar hafa greinst á Sólvöllum á Eyrarbakka, en þeir komu af Landakoti. Enn er verið að greina sýni.

Í dag eru fjörutíu og fimm ár frá því kvennafrídagurinn var fyrst haldinn á Íslandi. Krafan í ár er að vinnuframlag kvenna í faraldrinum verði metið til launa, en langflest framlínustarfsfólk er konur.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt landsmenn sína til að kjósa snemma í forsetakosningunum. Sjálfur gerði hann það í dag, þegar hann kaus í Flórída.
 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV