Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hjúkrunarrými of fá og nánast engin fjölgun frá hruni

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Hjúkrunarrými eru of fá miðað við þann fjölda sem þarf á þjónustunni að halda, segir Eybjörg G. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Hún segir að frá hruni fram til síðasta árs hafi vart verið byggt nýtt hjúkrunarheimili án þess að eldri heimili dyttu út á móti. Þetta er haft eftir henni í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að fólki hafi fjölgað á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum um 40 prósent á sex árum, úr 280 í 390. Eybjörg segir að á sama tíma og öldruðum hafi fjölgað hlutfallslega í samfélaginu hafi legurýmum inni á heilbrigðisstofnunum fækkað án fjölgunar rýma á hjúkrunarheimilum á móti.

Vandinn sé einna mestur á Norðurlandi.