Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Árás í Kamerún kostar átta börn lífið

24.10.2020 - 22:30
epa06746758 An assortment of hand guns and rifles handed in during the Federal Government Gun Amnesty in 2017 on display as the NSW Government announced a state gun amnesty in Sydney, New South Wales (NSW), Australia, 16 May 2018 (issued 18 May 2018). Following the success of the Federal Government gun amnesty in 2017 the NSW Government will conduct a state wide gun amnesty beginning from 01 July 2018.  EPA-EFE/DEAN LEWINS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: epa
Þungvopnaðir árásarmenn réðust inn í skóla í suðvesturhluta Kamerún í dag og urðu að minnsta kosti átta börnum að bana.

Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa Sameinuðu þjóðanna særðust tólf börn til viðbótar og voru flutt á á sjúkrahús. Þetta er ein að sögn versta árásin á svæðinu um árabil.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en átökin á milli aðskilnaðarsinna í enskumælandi héruðum og stjórnarhersins hafa frá árinu 2017 kostað þrjú þúsund mannslíf. Yfir 700 þúsund hafa orðið að flýja heimili sín.