Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

76 smit í gær - 60 af þeim voru í sóttkví

24.10.2020 - 11:13
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
76 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 60 í sóttkví og 16 utan sóttkvíar. Þrjú virk smit greindust á landamærum og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar.

Nýgengi innanlandssmita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 227,7, en var 230,7 í gær. 

19 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum og fjórir eru á gjörgæslu. 1.979 eru í sóttkví og 1.081 í einangrun hér á landi.