Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Óvíst hvort kappræðurnar hafi áhrif á niðurstöður

epa08766924 Democratic candidate Joe Biden (R) checks his watch as he debates US President Donald J. Trump (L) during the final presidential debate in the Curb Event Center at Belmont University in Nashville, Tennessee, USA, 22 October 2020. The debate is the final debate between US President Donald J. Trump and Democratic candidate Joe Biden before the US election on 03 November.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nú eru tólf dagar til forsetakosninga vestra og stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort að kappræður kvöldsins hafi afgerandi áhrif á niðurstöðuna.

„Milljónir hafa þegar greitt atkvæði og því kann að vera um seinan að breyta nokkru um útkomu kosninganna,“ segir Aaron Kall við Michigan-háskóla sem hefur sérhæft sig í greiningu á kappræðum forsetaframbjóðenda.  

„Þeir drógu þó greinilega báðir ákveðinn lærdóm af fyrri kappræðunum.“ Skoðanakannanir bendi til að kjósendur hafi þegar gert upp hug sinn og sá mikli fjöldi sem hefur kosið utan kjörfundar þykir einnig benda til þess. 

Könnun sem náði til allra Bandaríkjanna gerð af Quinnipiac háskóla í Connecticut sýnir að Biden hefur enn talsvert forskot á Trump. „Það er ákveðinn hópur sem er í rauninni að velja Kamölu Harris en ekki endilega Biden,“ segir kjósandi í Texas sem fréttastofa ræddi við í nótt.  

Öðrum kjósanda sem rætt var við og býr í Flórída fannst erfitt að gera upp við sig hvor frambjóðendanna hefði staðið sig betur í kappræðunum. „Biden er atvinnustjórnmálamaður og skilur ekki mikið eftir sig þrátt fyrir langan feril. Það finnst mér ekki spennandi,“ sagði hún en bætti við að Trump færi of mikið í manninn en ekki málefnið.