Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Óska eftir sýnum úr Tröllaskagahólfi

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Atli Magnússon - RÚV/Landinn
Matvælastofnun óskar eftir sýnum úr fé í Tröllaskagahólfi. Úr fé sem hefur drepist heima eða verið slátrað þar. Þar sem riðusmit hefur verið staðfest er talið mikilvægt að rannsaka útbreiðslu þess hratt og örugglega

Vegna staðfestingar á riðusmiti í Tröllaskagahólfi óskar Matvælastofnun eftir því að sauðfjárbændur í hólfinu hafi samband við héraðsdýralækni vegna sýnatöku á fé sem misferst eða er slátrað heima. 

Óskað er eftir sýnum úr fullorðnu fé sem er slátrað heima, fé sem hefur drepist heima eða finnst dautt og úr fé sem hefur verið aflífað vegna sjúkdóma eða slysa. 

Sýnatakan er bændum að kostnaðarlausu og í tilkynningu frá Matvælastofnun segir afar mikilvægt að nú sé höndum tekið saman í því að rannsaka útbreiðslu smitsins í hólfinu hratt og örugglega.