Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Lögregla í Ástralíu leysir upp barnaníðshring

23.10.2020 - 03:15
Mynd með færslu
 Mynd: Etienne Godiard - Unsplash
Alríkislögregla í Ástralíu hefur handtekið 44 karlmenn víðsvegar um land grunaða um að framleiða efni sem inniheldur barnaníð eða hafa slíkt efni í fórum sínum.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í meira en ár og tengist ljósmyndum og myndskeiðum sem var deilt á Netinu. Sextán börnum var bjargað á meðan aðgerðum lögreglu stóð, það var kapphlaup við tímann segir Reece Kershaw lögreglustjóri í samtali við BBC.

Þeir handteknu eru á aldrinum nítján til 57 ára og eru taldir hafa notast við geymslusvæði í skýi til að deila efninu. Í yfirlýsingu alríkislögreglunnar segir að efnið hafi verið sérstaklega andstyggilegt.