Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Grunnskólakennarar samþykktu samninginn

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.

Samningar grunnskólakennara höfðu verið lausir síðan 1. júlí í fyrra og var viðræðunum vísað til ríkissáttasemjara í byrjun þessa mánaðar. Samið var um krónutöluhækkun í samræmi við Lífskjarasamninginn og sveigjanlegra vinnuumhverfi fyrir kennara. 

Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 16. október og lauk klukkan ellefu í dag.

Á kjörskrá voru 5.305, atkvæði greiddu 3.642 eða 68,65% og 2.667 eða 73,23% samþykktu samninginn, 913 eða 25,07% sögðu nei og  62 eða 1,70% skiluðu auðu.

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. september 2020 til 31. desember 2021.