Stevie Nicks ‒ Show Them The Way
Hún ákallar andana og biður þá um hjálp, Fleetwood Mac goðsögnin Stevie Nicks í rokkballöðunni sinni Show Them the Way, lagið er það fyrsta sem hún sendir frá sér síðan platan 24 Karat Gold kom út 2014. Show Them The Way er byggt á draumi sem hana dreymdi í gamla daga. Henni til aðstoðar er Dave Grohl á trommur en ef þið hatið hann þá er lagið líka til í píanóútgáfu.