Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Biden segist ekki hafa þegið eyri frá erlendum ríkjum

epa08729146 (FILE) - US President Donald J. Trump (L) and Democratic presidential candidate Joe Biden (R) participate in the first 2020 presidential election debate at Samson Pavilion in Cleveland, Ohio, USA, 29 September 2020 (reissued 08 October 2020). Following the Commission on Presidential Debates announcing 08 October 2020 the change in format of the second presidential election debate, US President Donald Trump on 08 October 2020 said he will not participate in a virtual debate with Democratic nominee Joe Biden. The first presidential debate was co-hosted by Case Western Reserve University and the Cleveland Clinic.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden tókust á í kvöld í síðustu kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Kappræðurnar fóru fram í Nashville í Tennesee og voru sýndar í sjónvarpinu og á ruv.is.

Rúmlega 47 milljónir hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum. Það eru fleiri en greiddu atkvæði utan kjörfundar 2016 og enn eru tólf dagar fram að kjördegi.

Frambjóðendurnir hófu samræður sínar kurteislega en fljótlega tók að hitna í kolunum. Þó var mikill munur á kappræðum kvöldsins og þeim fram fóru 29. september en þá gripu frambjóðendurnir sífellt fram í hvor fyrir öðrum og Biden skipaði Trump að halda sér saman.

Kristen Welker stjórnaði kappræðunum í kvöld og var vopnuð hnappi sem gaf henni möguleika á að slökkva á hljóðnemum frambjóðendanna tækju þeir til við að grípa hvor fram í fyrir hinum.

Í upphafi kappræðnanna sagði Joe Biden að 220 þúsund dauðsföll af völdum COVID-19 ættu að útiloka Donald Trump frá því að ná endurkjöri. „Maður sem ber ábyrgð á svona mörgum andlátum ætti ekki að halda starfi sínu sem forseti Bandaríkjanna.“

Biden sagði Trump ekki enn hafa heildarlausn á vandanum sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað. Trump sagði leiðtoga heimsins hafa óskað honum til hamingju með frábæran árangur í baráttunni við sjúkdóminn.

Forsetinn sagði jafnframt að faraldurinn væri á undanhaldi fyrir tilstilli læknavísindanna og hann væri gangandi dæmi um það. Forsetinn greindist nýlega með COVID-19 og var fljótur að jafna sig. Hætt var við fyrirhugaðar kappræður Trumps og Biden 15. október vegna veikinda forsetans.

Donald Trump hóf máls á ásökunum á hendur Biden og Hunter um að þeir hefðu hagnast á vafasömum viðskiptum á meðan Biden var varaforseti. „Þú skuldar Bandaríkjamönnum útskýringu,“ sagði Trump en viðbrögð Bidens voru að hann hefði aldrei hafa þegið eyri frá erlendum ríkjum.

Hann beindi þá athyglinni að skattamálum Trumps og bankareikningum hans  í Kína.