Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

2.300 eftirskjálftar

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd: Óskar Arason - RÚv
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Um 30 eftirskjálftar hafa verið yfir þrír að stærð en enginn svo stór síðustu 48 klukkutímana. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 2,6. Þrír aðrir voru á bilinu 2 til 2,2.

Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkninni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Í samantekt jarðvísindamanns um miðnætti segir að enn sé aukin hætta á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga á meðan hrinan stendur yfir. Ferðafólk er því beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.