Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Giftusamleg heimkoma þriggja geimfara í nótt

epa08763860 A handout still image taken from a video footage made available by the Russian State Space Corporation ROSCOSMOS shows Roscosmos cosmonauts Anatoly Ivanishin (L) and  Ivan Vagner (R) covered with blankets sit in chairs shortly after the Soyuz MS-16 spacecraft descent module safely landed in a remote area outside Zhezkazgan, Kazakhstan, 22 October 2020. ISS Expedition 63 members NASA astronaut Chris Cassidy and Russian space agency Roscosmos cosmonauts Anatoly Ivanishin and Ivan Vagner completed their mission at the International Space Station (ISS) and returned to Earth on the Soyuz MS-16 spacecraft, which safely landed in the Kazakh steppe.  EPA-EFE/ROSCOSMOS / HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ROSCOSMOS
Tveir rússneskir geimfarar og einn bandarískur lentu geimfari sínu á gresju í Kasakstan, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.

Heimkoma geimfaranna þriggja markar lok 196 daga dvalar þeirra í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þeir Anatoly Ivanishin, Ivan Vagner og Chris Cassidy sátu í Soyuz MS-16 farinu eftir lendinguna og fögnuðu heimkomunni með því að reka saman olnbogana.

Þegar þeir stigu út var umsvifalaust farið með þá til skoðunar í sjúkratjöldum áður en þeir héldu hver í sína áttina, til Moskvu og Houston í Texas. Þremenningarnir lögðu upp frá í apríl á sama tíma og helmingur mannkyns bjó við útgöngubann eða -takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Þeir þurftu sjálfir að dvelja í strangri sóttkví fyrir geimskotið, hittu enga fréttamenn né voru fjölskyldur þeirra viðstaddar þegar þeir lögðu í langferðina.

Geimferðin frá Rússlandi féll nokkuð í skuggann af ferð Space-X fars Elons Musk og að geimförunum Robert Behnken og Doug Hurley. Þeir dvöldu í alþjóðlegu geimstöðinni frá því maí og fram í ágúst.

Í næsta mánuði verður því fagnað að geimstöðin hefur verið stöðugt mönnuð í tuttugu ár. Stöðin er tekin að reskjast og ætlað er að leggja hana af einhvern tíma á næsta áratug.