Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Deila um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS veitum

Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: Hafnarfjörður
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að taka kauptilboði félags lífeyrissjóða og fjárfesta í ríflega fimmtán prósenta hlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag.

Morgunblaðið greinir frá því að tilboðið nemi um þremur og hálfum milljarði króna. Fullyrt er að það sé nærri því verðmati sem lagt var fram við upphaf söluferlisins.

Meirihlutinn ákvað í vor að hefja undirbúning að sölunni en fulltrúar minnihlutans voru andvígir því. Nokkur urgur mun hafa verið í fulltrúum minnihlutans í bæjarráði eftir fund á mánudaginn var þegar niðurstaðan var kynnt án þess að gögn væru afhent.

Fulltrúarnir fengu gögnin send að fundi loknum. Í Morgunblaðinu er haft eftir fulltrúum Samfylkingar að sala á mikilvægri grunnþjónustu til einkaaðila sé ekki rétta leiðin til standa undir auknum útgjöldum og vel megi hugsa sér að efna til íbúakosningar um málið. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir söluna styrkja stöðu bæjarins og draga úr lántökuþörf.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV