Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Rúnar Snær Reynisson - Skimun í Norrænu
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.

Tekin voru 1.009 sýni innalands, 640 við landamærin og sóttkvíar- og handahófsskimanir voru 538. 

Samanlagt hlutfall nýrra smita af fjölda einkennasýna er 2,78%, af landamærasýnum er það 2,66% og af sóttkvíar- og handahófsskimunum 0,93%. 

Nú eru 1.159 í einangrun með COVID-19, 2.542 eru í sóttkví og 1.485 í skimunarsóttkví.