Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tveir á sjúkrahúsi eftir líkamsárás í Borgarnesi

Loftmynd tekin með dróna af Borgarnesi
Borgarnes. Mynd úr safni. Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás í Borgarnesi á mánudag, brotaþoli á sextugsaldri og árásarmaður. Báðir hlutu alvarlega áverka. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir í samtali við fréttastofu að mennirnir liggi báðir enn inni en getur ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra.

Mbl.is greindi frá líkamsárásinni rétt í þessu. Jón segir að rannsókn málsins standi yfir og sé á viðkvæmu stigi og því geti hann ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu.