Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás í Borgarnesi á mánudag, brotaþoli á sextugsaldri og árásarmaður. Báðir hlutu alvarlega áverka. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir í samtali við fréttastofu að mennirnir liggi báðir enn inni en getur ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra.