Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Smit í tveimur póstnúmerum til viðbótar

Mynd með færslu
Á myndina vantar Kjalarnes, Kjós og Voga. Mynd: Sigurður Kristján - RÚV
Tvö póstnúmer til viðbótar hafa bæst í hóp þeirra þar sem fólk er í einangrun með kórónuveirusmit á höfuðborgarsvæðinu; Kjalarnes og Vogar. Mjög hefur fækkað í hópi þeirra sem eru í einangrun í Hlíðunum en að öðru leyti breytast tölurnar í hverju hverfi fyrir sig lítið sem ekki neitt.

Fréttastofa birti í síðustu viku tölur yfir fjölda smitaðra eftir póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er upphaf þriðju bylgjunnar svokölluðu og þar hefur faraldurinn verið í hvað mestum vexti.

Fréttastofa óskaði eftir þessum upplýsingum aftur í dag eftir að tölur á covid.is lágu fyrir.  Ekki hafa orðið miklar breytingar á milli dag. Það er helst að nú er einn í einangrun á Kjalarnesi þar sem ekkert smit var í síðustu viku og fimm í Vogum. 

Þá hefur fækkað verulega í hópi þeirra sem voru í einangrun og áttu lögheimili í Hliðahverfinu eða póstnúmeri 105. Þar voru 118 í einangrun í síðustu viku en eru nú 51.Flest smit eftir póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu eru nú í 200 sem er í Kópavogi.  Þar eru nú 94 í einangrun en voru 98 í síðustu viku.

Í sumum hverfum bætist lítillega við hóp þeirra sem eru með staðfest smit en í öðrum fækkar aðeins.

Mynd með færslu
Inn á kortið eru ekki upplýsingar um póstnúmerið 276 eða Kjós. Þar eru tveir í einangrun Mynd: Geir Ólafsson - RÚV
Svona var staðan í síðustu viku eftir póstnúmerum
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV