Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Páll Svavarsson
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.

 

Þar af eru 27 skjálftar sem eru 3 að stærð eða stærri og tveir eru 4,0, þeir mældust báðir um klukkan 15:30 í gær.

Þá mældist skjálfti af stærðinni 3,7 rétt eftir klukkan 6 í morgun.

Frá miðnætti í gær og til klukkan 22 mældust um 1.000 skjálftar á svæðinu, þar af voru 13 stærri en 3.