Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lánsamur Færeyingur auðgast í danska Lottóinu

21.10.2020 - 01:23
Mynd með færslu
 Mynd: Víkingalottó
Heppinn Færeyingur vann 15 milljónir danskra króna í danska Lottóinu. Það er jafnvirði um 331 milljónar íslenskra króna.

Um síðustu helgi hafði maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, samband við skrifstofu lottósins því honum þótti útlit fyrir að hann hefði auðgast nokkuð. Það reyndist rétt, milljónirnar fimmtán voru hans.

Miðinn var keyptur í söluturni í Þórshöfn en þangað vildi vinningshafinn ekki fara til að komast hjá því að verða nafngreindur. Vinningshafinn hefur þegar fengið um 200 þúsund danskra króna í hendur en fær afganginn af sjóðnum mikla afhentan innan nokkurra vikna.