Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Áslaug Arna vonar að Ísland hverfi af gráa listanum

21.10.2020 - 05:25
Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kveðst bjartsýn á að Ísland komist af hinum svokallaða gráa lista sem það lenti á haustið 2019.

Þá þóttu íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að varnir við peningaþvætti væru hér í samræmi við kröfur alþjóðlegs starfshóps sem vinnur gegn slíku athæfi (FATF).

Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort nafn Íslands verði fjarlægt af listanum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir greinir frá því í viðtali við ViðskiptaMogga dagsins að vinnuhópur frá FATF hafi gert vettvangsathugun á stöðu mála hér í september.

Allsherjarfundur á vettvangi starfshópsins hafi staðfest þegar í júní að Ísland hefði lokið aðgerðaráætlun sinni með fullnægjandi hætti. Áslaug Arna staðfestir jafnframt að FATF fundi á föstudaginn og þá verði staða Íslands á gráa listanum tekin til endurskoðunar.