Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis

20.10.2020 - 23:42
epa08758587 An undated handout photo made available by the NASA shows artist's rendering shows OSIRIS-REx spacecraft descending towards asteroid Bennu to collect a sample of the asteroid's surface (issued 20 October 2020). NASA's OSIRIS-REx is ready for touchdown on asteroid Bennu, dubbed 'high-five' manoeuvre, and scheduled for 21 October 2020.  EPA-EFE/NASA/Goddard/University of Arizona / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NASA
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Lending farsins, sem er á stærð við lítinn sendibíl, var staðfest kl. 22:12 að íslenskum tíma en gerðist raunverulega rúmum átján mínútum fyrr, en þann tíma tekur fyrir merki frá farinu að berast til jarðar.

Smástirnið Bennu var valið úr um hálfri milljón smástirna í sólkerfinu vegna nálægðar sinnar við sporbaug jarðar um sólu og er eitt elsta smástirnið sem geimferðastofnunin þekkir.

Undirbúningur ferðarinnar tók tólf ár en Osiris-Rex staldraði við á Bennu í sextán sekúndur sem duga á til að safna saman hið minnsta 60 grömmum af yfirborðsefnum.

Vísindamenn vonast eftir að sýnin varpi ljósi á uppruna sólkerfis okkar. Þeir verða þó að bíða fram á laugardag eftir því að vita hvort Osiris-Rex tókst ætlunarverkið.

Sé svo bíður vísindamannanna það verkefni að rannsaka efnið en það getur orðið áratugalangt verk. Osiris-Rex er væntanlegt aftur til jarðar í september 2023.