Fólk við ýmis störf þegar jarðskjálftinn reið yfir

Mynd með færslu
 Mynd: Katrín jakobsdóttir

Fólk við ýmis störf þegar jarðskjálftinn reið yfir

20.10.2020 - 15:32
Flestir á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir stóra jarðskjálftanum á öðrum tímanum í dag sem talinn er hafa verið 5,6 að stærð. Myndbandsupptökur náðust af nokkrum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Þetta er Ísland
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post á skrifstofu sinni þegar Jarðskjálftinn kom. Hún var í miðri setningu að svara spurningu og segir svo: Þetta er Ísland og hélt svo áfram að svara spurningunni.

Hægt er að sjá viðbrögð forsætisráðherra á mínútu 42:17.

„Sitjiði róleg bara, sitjiði róleg“
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í miðri ræðu um stjórnarskrármálið þegar jarðskjálftinn varð. Hann dreif sig þá úr ræðustól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í kjölfarið: „Sitjiði róleg bara, sitjiði róleg.“ Margir eru strax farnir að spá því að sjá þetta atriði í Áramótaskaupinu.

Villi lék viðbrögð Helga Hrafns
Leikarinn og grínistinn Vilhelm Þór Neto var fljótur að taka sig til og leika eftir viðbrögð Helga Hrafns og Steingríms J. Sigfússonar.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Tvær týpur

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

Fljúgandi nótur
Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson var staddur í upptökuverinu sínu og nóturnar hans fóru út um allt.