Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Starfsleyfi Rio Tinto framlengt um eitt ár

19.10.2020 - 15:16
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Starfsleyfi álvers Rio Tinto í Straumsveík hefur verið framlengt til 1. nóvember á næsta ári. Það var upphaflega gefið út í nóvember árið 2005 og átti að gilda til næstu mánaðamóta. Það er hins vegar framlengt um eitt ár með unnið er að gerð nýs starfsleyfis, og er það í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lögin heimila slíka framlengingu starfsleyfis í eitt ár meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu.

Að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar hefur borist fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi frá Rio Tinto. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir framlengingu á starfsleyfi síðastliðinn þriðjudag og var orðið við þeirri beiðni á fimmtudag.

Rio Tinto sótti í ágúst um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík, sambærilegt því sem nú er í gildi. Þá sagði upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framtíð álversins, þess eina sem fyrirtækið á eftir í Evrópu.