Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Nýr fundur í álversdeilu á miðvikudag

19.10.2020 - 12:27
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist Jónsson - RÚV
Samningafundi vegna boðaðs verkfalls í álveri Rio Tinto í Straumsvík var að ljúka, en verkfall hefst á föstudag semjist ekki fyrir þann tíma. Að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara var samtalið á fundinum í dag virkt og gott og hefur nýr fundur verið boðaður á miðvikudag.

Samningafundi vegna boðaðs verkfalls í álveri Rio Tinto í Straumsvík var að ljúka, en verkfall hefst á föstudag semjist ekki fyrir þann tíma. Verkfallið átti reyndar að vera síðasta föstudag en var frestað um viku til að gefa samninganefndum meiri tíma til að reyna að ná samningi. Komi til verkfalls nær það til starfsmanna í verkalýðsfélaginu Hlíf, Félagi iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambandinu, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og VR.