Van Dijk á leið í aðgerð - Mögulega frá út tímabilið

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Van Dijk á leið í aðgerð - Mögulega frá út tímabilið

18.10.2020 - 18:28
Knattspyrnuliðið Liverpool hefur staðfest að Virgil van Dijk, varnarmaður liðsins, þurfi að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Van Dijk meiddist eftir að Jordan Pickford tæklaði van Dijk illa.

Miklar vangaveltur voru uppi um hvort van Dijk þyrfti að fara í aðgerð en og nú hefur liðið staðfest að svo sé og má því búast við að hann verði frá í einhverja mánuði og mögulega út tímabilið. Um mikið áfall er að ræða fyrir Liverpool en van Dijk hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og spilað nær alla leiki frá því hann kom frá Southamphon í janúar 2018.

Liðið fékk þó einnig góðar fréttir eftir leikinn í gær en myndataka sýndi að meiðsli Thiago voru ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið.