Silfrið: Tekist á um stjórnarskrármálið

18.10.2020 - 10:44
Silfrið er á sínum stað á RÚV klukkan 11. Umsjón hefur Fanney Birna Jónsdóttir. Fyrstu gestir þáttar dagsins eru þau Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Sigurður Guðni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og munu þau ræða stjórnarskrármál. Þá er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gestur þáttarins og ræðir um launaþjófnað, stöðu hinna verst settu í kjölfar Covid 19 og fleira. Að lokum ræðir Fanney svo við Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðing Kviku banka um fjármál sveitarfélaganna.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi