Mörkunum rigndi inn á Ítalíu

epa08756410 Roma's Edin Dzeko (R) celebrates with teammates after scoring the 4-2 lead during the Italian Serie A soccer match between AS Roma and Benevento Calcio at the Olimpico stadium in Rome, Italy, 18 October 2020.  EPA-EFE/Riccardo Antimiani
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Mörkunum rigndi inn á Ítalíu

18.10.2020 - 21:28
Fimm leikir fóru fram í efstu deild karla í fótbolta á Ítalíu í dag. Í leikunum fimm voru skoruð 28 mörk. Eftir fjórar umferðir er AC Milan á toppnum með fullt hús stiga.

Ítalski fótboltinn bauð upp á sannkallað markaregn í dag þegar að 28 mörk voru skoruð í leikjunum fimm. Í fyrsta leik dagsins mættust Bologna og Sassoulo. Andri Fannar Baldursson var á varamannabekk Bologna og kom ekkert við sögu í leiknum. Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 9. mínútu. Gestirnir jöfnuðu hinsvegar skömmu síðar en rétt fyrir hálfleik komst Bologna aftur yfir og staðan því 2 - 1 í hálfleik. Bologna virtist ætla að tryggja sér sigurinn þegar að þeir komust í 3 - 1 í seinni hálfleik. En þá snérist leikurinn algjörlega við og gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og tryggðu sér öll stigin. Lokatölur urðu 3 - 4 fyrir Sassoulo. 

Í lokaleik dagsins á Ítalíu tók Roma á móti Benevento í hörkuleik. Gestirnir komust yfir strax á 5. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til að Pedro, fyrrum leikmaður Chelsea, jafnaði á 31. mínútu leiksins. Edin Dzeko kom Roma í 2 - 1 skömmu síðar. Leikmenn Benevento gáfust ekki upp og jöfnuðu í upphafi seinni hálfleiks. Þá hrukku leikmenn Roma í gang og skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér 5 - 2 sigur með mörkum frá Jordan Veretout, Edin Dzeko og Bruno Peres. 

Úrslit dagsins á Ítalíu. 

Bologna 3 - 4 Sassoulo
Torino 2 - 3 Cagliari
Spezia 2 - 2 Fiorentina
Udinese 3 - 2 Parma
Roma 5 - 2 - Benevento