Kvöldfréttir:Tíundi hver unglingur í borginni í sóttkví

18.10.2020 - 18:43
Meira en tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví. Eitt smit hjá nemanda getur haft víðtæk áhrif á skólastarf. Tveir vinir í Réttarholtsskóla segjast vera orðnir mjög þreyttir á einverunni sem faraldurinn veldur.

Fleiri en 400 þúsund ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhring, í fyrsta sinn frá því faraldurinn hófst. Þeim fjölgar hraðast í Evrópu og í París eiga lögreglumenn fullt í fangi með að framfylgja útgöngubanni.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins leita mun oftar til sérfræðilækna en fólk á landsbyggðinni, þar sem þjónusta sérgreinalækna er stopul og tilviljanakennd. Þetta kemur verst niður á eldra fólki, segir forstjóri heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Háværar kröfur eru um að kvikmynd á Netflix verði tekin úr umferð þar sem hún sýni börn með klámfengnum hætti. Lögfræðingur Barnaheilla segir að myndinni sé ætlað að vekja umræðu um klámvæðingu.

Tæplega átta ára saumaskap lauk á dögunum þegar síðasta sporið var saumað í rúmlega níutíu metra langan Njálurefil. Saumakonurnar segja ljúfsárt að verkinu sé loks lokið. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi