Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kostulegar kynlífslýsingar í Vesturbænum

Mynd: RÚV / RÚV

Kostulegar kynlífslýsingar í Vesturbænum

18.10.2020 - 15:30

Höfundar

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir sendu nýverið frá sér bókina 107 Reykjavík - skemmtisaga fyrir lengra komna. Samkvæmt Auði eru lengra komnir þeir sem eru ekki of miklar pempíur í húmor. „Ef það eru rosalegar kynlífslýsingar þá hlær það eða kímir út í annað,“ segir Auður.

Hugmyndin var upphaflega að skrifa söguna sem handrit að sjónvarpsþætti en í aðgerðaleysi sem fylgdi samkomubanni vatt hún upp á sig og varð að skáldsögu.

„Við byrjuðum bara í byrjun júní og það skrýtna var að við hittumst ekki mikið, við vorum bara í tölvunni. Stundum skrifaði önnur og hin botnaði eða við vorum báðar að hugsa það sama á sama tíma,“ segir Auður. „Þetta varð svona hugarbræðingur. Það var eins og við værum staddar í sama draumnum.“

Bókin er komin í búðir og framleiðslufyrirtækið Skot hefur nú þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Braut jaxl og súperlækaði bróður sinn á Tinder

Leiklist

Við erum alltaf að skálda lífið