52 innanlandssmit - 41 var í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
52 greindust innanlands með COVID-19 í gær. 79% þeirra, eða 41,voru í sóttkví. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku við landamærin. Nýgengi innanlandssmita er nú 292,3 og við landamærin er nýgengið 16,1. 26 eru á sjúkrahúsi með COVID-19 og þar af eru fjórir á gjörgæslu.

Alls voru tekin 1.856 sýni í gær. 

32 greindust við einkennasýnatöku og 20 í sóttkvíar- og handahófsskimunum.

Nú eru alls 2.780 í sóttkví og 1.480 í skimunarsóttkví. 1.240 eru í einangrun með COVID-19.  Austurland er eini landshlutinn þar sem enginn er í einangrun, en þar eru fjórir í sóttkví.

 

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi