Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Sigurmark Sterling tryggði Man City þrjú stig

epa08753485 Raheem Sterling (C) of Manchester City scores the 1-0 lead during the English Premier League soccer match between Manchester City and Arsenal FC in Manchester, Britain, 17 October 2020.  EPA-EFE/Alex Livesey / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Sigurmark Sterling tryggði Man City þrjú stig

17.10.2020 - 18:34
Manchester City vann góðan sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins. Er þetta annar sigur Man City á tímabilinu á meðan að leikurinn var annar tapleikur Arsenal á yfirstandandi tímabili.

Gengi Man City hefur verið brösugt í upphafi tímabilsins og ljóst að liðið væri komið í talsverð vandræði hefði þeim mistekist að taka öll stigin í dag. Sergio Aguero var í byrjunarliði Man City í leiknum og er það í fyrsta sinn síðan í júní sem hann spilar, en hann er að jafna sig eftir hnémeiðsli. Á bekknum hjá Arsenal var hinsvegar Thomas Partey sem gekk til liðs við liðið á lokadegi félagsskipta gluggans fyrir 45 milljónir punda. Sem fyrr var Rúnar Alex Rúnarsson allan tímann á varamannabekk Arsenal. Leikurinn í dag var einnig áhugaverður þar sem að þjálfari Arsenal var aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Man City áður en hann tók við núverandi starfi. 

Eina mark leiksins kom á 23. mínútu og það var Raheem Sterling sem reyndist hetja heimamanna. Sergio Aguero átti þá gott hlaup upp völlinn áður en hann gaf á Phil Foden sem náði ágætis skoti sem Bernd Leno varði. Boltinn hrökk hinsvegar fyrir fætur Sterling sem skoraði. Skömmu fyrir hálfleik fékk Bukayo Saka ákjósanlegt færi fyrir gestina en Ederson varði vel í markinu.  

Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur og sigur Man City aldrei í neinni raunverulegri hættu. Með sigrinum er Man City komið með sjö stig eftir fjóra leiki í deildinni en Arsenal er áfram með níu stig eftir fimm leiki.