Óvænt tap Real Madrid gegn nýliðunum

epa08753881 Cadiz CF's players celebrate their victory at the end of the Spanish LaLiga soccer match between Real Madrid and Cadiz CF held at Alfredo Di Stefano stadium, in Madrid, central Spain, 17 October 2020.  EPA-EFE/J. J. GUILLEN
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Óvænt tap Real Madrid gegn nýliðunum

17.10.2020 - 20:53
Afar óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar að stórlið Real Madrid tapaði á heimavelli sínum gegn smáliði Cádiz. Erkifjendur þeirra í Barcelona töpuðu einnig í dag þegar liðið mætti Getafe.

Real Madrid eru ríkjandi meistarar á Spáni og bjuggust því flestir við sigri liðsins á heimavelli gegnum nýliðunum í Cádiz. Sigurmark leiksins kom á 16. mínútu og það var Anthony Lozano sem skoraði og tryggði Cádiz sinn fyrsta sigur á Real Madrid í 30 ár.  Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum en gekk illa að finna glufur á vörn Cádiz og áttu leikmenn Real Madrid aðeins tvö skot á markið í leiknum. Luka Jovic náði að skora fyrir heimaliðið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 

Cádiz hefur átt draumabyrjun í deildinni og er liðið nú jafnt Real Madrid á toppi deildarinnar með 10 stig. En þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem liðið er í efstu deild á Spáni. Þrír aðrir leikir fóru fram á Spáni í dag. Granada sigraði Sevilla á heimavelli sínum. A. Madrid vann Celta á úttivelli og Barcelona

Úrslit dagsins:
Granada 1 - 0 Sevilla
1-0: Yangel Herrera 82.mín

Celta de Vigo 0 - 2 A. Madrid
0 - 1: Luis Suarez 6. Mín
0 - 2: Yannick Carrasco 90 + 5. Mín

Real Madrid 0 - 1 Cádiz
0 - 1: Anthony Lozano 16. Mín

Getafe 1 - 0 Barcelona
1 - 0: Mata (víti) 56. mín