Nemendur í Austurbæjarskóla í úrvinnslusóttkví

17.10.2020 - 13:41
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Allir nemendur í unglingadeild Austurbæjarskóla í Reykjavík voru í gærkvöld sendir í úrvinnslusóttkví vegna smits hjá nemanda í skólanum. Nemendur þurfa að vera heima í sóttkví þar til smitrakningateymið hefur lokið rakningu.

Þá að öllum líkindum þurfa einhverjir nemendur að fara í skimun, en aðrir losna. Nýbúið var að skipta Austurbæjarskóla niður í sóttvarnarhólf og því var unglingadeildin aðskilin frá yngri bekkjum.

Í gær fóru allir nemendur og kennarar miðstigs í Oddeyrarskóla á Akureyri í sóttkví eftir smit hjá nemanda. Aðrir nemendur og kennarar við skólann sem voru í úrvinnslusóttkví eru nú lausir úr henni.
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi