69 kórónuveirusmit - aðeins 15 voru utan sóttkvíar

17.10.2020 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
69 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en af þeim voru aðeins 15 sem ekki voru í sóttkví. . Sú tala hefur ekki verið lægri síðan í lok september. Nærri 80 prósent voru því í sóttkví þegar þeir greindust. Tæplega 4.000 hafa greinst með kórónuveiruna frá því að faraldurinn hófst í vor. Smit á hverja hundrað þúsund íbúa er nú komið í 291 og það fjölgar aðeins í hópi þeirra sem eru sóttkví, þeir eru nú tæplega þrjú þúsund.

Sem fyrr eru langflestir þeirra sem eru í einangrun með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu eða 1.079 af 1.242.  Áfram eru 26 inniliggjandi á Landspítala og 4 á gjörgæslu. Landspítalinn uppfærir sínar tölur síðar í dag. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi