Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Stærsti gróðureldur í sögu Colorado

16.10.2020 - 05:41
Smoke from the Cameron Peak Fire fills the sky Wednesday, Oct. 14, 2020 in Masonville, Colo. Strong winds fanned two Rocky Mountain wildfires Wednesday, prompting new evacuation orders as one of them spread toward communities that lie outside Rocky Mountain National Park (Bethany Baker/Fort Collins Coloradoan via AP)
 Mynd: AP
Stærsti gróðureldur í Colorado sem sögur fara af hefur brunnið síðan 13. ágúst og fer enn stækkandi. Fyrra met var líka sett í sumar; sá eldur brann frá júlílokum fram í miðjan september. Eldurinn sem nú logar í norðanverðu Coloradoríki er kenndur við Cameronhnúk og er farinn að teygja sig hættulega nærri borginni Fort Collins, segir í frétt Washington Post.

Hvassir vestanvindar, yfir 30 metrar á sekúndu, ýta undir útbreiðslu eldsins og torvelda slökkvistörf til muna. Cameronhnúkseldurinn hefur nú sviðið rúmlega 650 ferkílómetrar gróðurlendis og reykjarmökkurinn sem af honum leggur teygir sig hátt og víða.  

Airn Hartwig loads a chicken into a cardboard box as she separates her chickens while she evacuates due to the Cameron Peak Fire Wednesday, Oct. 14, 2020 in Masonville, Colo. Strong winds fanned two Rocky Mountain wildfires Wednesday, prompting new evacuation orders as one of them spread toward communities that lie outside Rocky Mountain National Park. (Bethany Baker/Fort Collins Coloradoan via AP)
 Mynd: AP
Þessi kona hefur ekki farið að ráðum fógetans í Larimersýslu heldur reynir að bjarga því sem bjargað verður áður en hún flýr eldana

Farið og farið strax!

Pine Gulch-eldurinn sem kviknaði þegar eldingu laust niður í skraufþurran gróður hinn 31. júlí, sveið 560 ferkílómetra áður en hann var endanlega slökktur um miðjan september. Fjölda fólks hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í nágrenni eldanna og það án tafar. „Allir íbúar og starfsfólk fyrirtækja ættu að rýma svæðið eins fljótt og mögulegt er,“ segir í tilkynningu fógetans í Larimersýslu. „Tefjið ekki brottför með því að safna saman eigum ykkar eða reyna að verja heimili ykkar eða fyrirtæki með einhverjum hætti.“