Franska lögreglan hefur ekki staðfest frétt um að maður hafi verið hálshöggvinn í einni af útborgum Parísar, einungis að hann hafi verið myrtur.
Hinn látni var kennari sem hafði sýnt nemendum skopmyndir af Múhameð spámanni. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás. Lögreglan skaut ódæðismanninn til bana.