Led Zeppelin III

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Led Zeppelin III

16.10.2020 - 18:28

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Led Zeppelin III, þriðja plata rokkrisanna í Led Zeppelin, en platan kom út í október 1970, fyrir 50 árum og er frábær plata.

Það er talsverð stefnubreyting á þessari plötu frá Led Zeppelin II sem kom næst á undan. Það er aðeins minna um rokk en á II og hún er órafmögnuð á köflum sem eru áhrif frá ensku þjóðlagabylgjunni sem var miklum blóma á þessum tíma.
Það eru hressilegir rokkarar á plötunni eins og Immigrant song sem opnar plötuna og fleiri, en líka lög eins og Gallows Pole og That´s the way sem sýna akústísku folk-hliðina.
Sveitin sandi sjálf flest lög plötunnar en Gallows Pole er byggt á ensku þjóðlagi og Hats Off to (Roy) Harper er endurunninn blús eftir Bukka White.
Órafmögnuðu lögin urðu flest til í sveitakofa í Bron-Yr-Aur í Wales, en þangað fóru þeir saman þeir Plant og Page og dvöldu í dálítinn tíma.
Megnið af plötunni var tekið upp í Headley Grange, sem var einu sinni vinnuhæli fyrir fátæklinga og munaðarleysinga en síðan íbúðarhús - stórt hús. Og á þessum tíma þegar Led Zeppelin gerði þessa plötu var það leigt út til ýmissa hljómsveita til æfinga og upptöku. Led Zeppelin IV er tekin upp þarna líka og það var tekið upp á upptökubíl sem Rolling Stones átti og var hægt að leigja.
En það var líka tekið upp í Island Studios og Olympic Studios í London.
Þeir fjórir sem skipa sveitina eru þeir einu sem spila á plötunni, en það var alltaf eitt af einkennismerkjum Led Zeppelin, það var ekkert aukafólk notað á plötunum.
John Paul Jones spilar á flest hljóðfærin, en auk þess að plokka bassann spilar hann á allskyns strengjahljóðfæri, t.d. Mandolína, hljómborð og synthesizer.
Jimmy Page er skráður upptökustjóri en Andy Johns mixaði plötuna.
Hún sló algjörlega í gegn þegar hún kom út og fór bæði á toppinn á vinsældalistanum í Bretlandi og Bandaríkjunum. En gagnrýnendur voru sumir ruglaðir, fannst þessi stefnubreyting á bandinu skrýtin og dómar voru misjafnir.
Led Zeppelin III er frábær plata og ein af vörðum rokksögunnar og ein af bestu plötum hljómsveitarinnar.

Lagalisti þáttarins:
Fræbbblarnir - Æskuminning
Led Zeppelin - Since i´ve been loving you (plata þáttarins)
Pixies - Mambo sun
Greta Van Fleet - My way, soon
Idles - War
VINUR ÞÁTTARINS 
Taste - What´s going on (Isle of wight)
Sólstafir - Her fall from grace
SÍMATÍMI
Led Zeppelin - That´s the way (plata þáttarins)
AC/DC - Shot in the dark (óskalag)
Richie Koatsen - Warpaint (óskalag)
Sjálfsprottin Spévísi - Slærð mig út af laginu (óskalag)
Dimma - Ljósbrá (óskalag)
Red Hot Chili Peppers - Dani California
John Mellencamp - Like a rolling Stone
Neil Young - All along the watchtower
Anti Nowhere League - Streets of London (óskalag)
SÍMATÍMI II
Led Zeppelin - Tangerine (plata þáttarins)
Guns´n Roses - 14 years (óskalag)
The Bodies - Where are the bodies
Deep Purple - Perfect strangers (óskalag)
Smashing Pumpkins - Anno Satana
Nick Cave & Bad Seeds - Jubilee street
Pj. Harvey - Down by th water
Exodus - Low rider (óskalag)
Led Zeppelin - Immigrant song (plata þáttarins)
Bob Dylan, Roger McGuinn, Tom Petty, Neil Young, Eric Clapton, George Harrison - My back pages

Tengdar fréttir

Tónlist

Eddie Van Halen og John Lennon

Tónlist

Oasis - What´s the story Morning glory

Tónlist

Soundgarden - Badmotorfinger

Tónlist

Helga Vala - P.J. Harvey og Jimi Hendrix