Í gæsluvarðhald grunaðir um frelsissviptingu á Akureyri

16.10.2020 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Tveir karlmenn voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Eru mennirnir grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu.

Hótuðu ættingjum brotaþola

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi eystra handtók mennina á þriðjudaginn sem voru fluttir í fangelsið á Hólmsheiði í gærkvöldi. Auk frelsissviptingar eru mennirnir grunaðir um að hafa hótað ættingjum brotaþola ofeldi og krafist hárrar fjárhæðar. 

Bergur Jónsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. 

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi